Stjórnmál

VG: Á ríkið að bjarga öllu?

By Miðjan

April 27, 2020

„Ég get alveg tekið undir að þetta eru afskaplega lágar bætur. Við erum öll sammála um það og höfum verið það mjög lengi,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, og átti þar við atvinnuleysisbætur. Hún, ekki frekar en aðrir þingmenn, nefndi örorkubætur sem eru langtum, langtum lægri.

„Munum svo að þótt bæturnar séu sannarlega lágar er það líka sveitarfélaganna að grípa fólk sem á í erfiðleikum, ekki bara ríkisins. Mér finnst einmitt hafa verið talað eins og ríkið eitt eigi að bjarga öllu því sem bjarga þarf en ekki sveitarfélögin. Þau taka að vísu á sig tekjufall eins og ríkið en sannarlega ekki með sambærilegum hætti. Mér finnst skrýtið að ætla að útiloka þau frá því að taka þátt í þessu vegna þess að þau þurfa að leggja til fjármuni,“ sagði þingflokksformaður Vinstri grænna á Alþingi.

-sme