- Advertisement -

Vextir hér eru 7% en 1,7 í Færeyjum

Óbeinir skattar hækka vísitöluna, hækka höfuðstóla og þyngja greiðslubyrði.

„Auðvitað er ekki hægt að tala um vanda ungs fólks eða annars fólks í húsnæðismálum nema að fjalla um skilyrði á fjármálamarkaði, háu vextina hér og verðtrygginguna. Annars er bara eins og verið sé að tala út í tómið,“ sagði Ólafur Ísleifsson á Alþingi í gær.

„Það er margreynt að engar umræður fást um þessi mál nema af því tagi sem felst í að hjakka í gömlum skotgröfum. Af hverju eru vextir á íbúðalánum hér í kringum 7% en 1,7% í Færeyjum? Af hverju fæst engin umræða um að öll áhætta vegna verðbreytinga sé borin af veikari aðilanum í samningssambandinu? Af hverju fæst engin umræða um húsnæðisliðinn? Hann liggur eins og mara á heimilunum og lagði 118 milljarða ofan á heimilin,“ sagði hann.

„Það er fyrirspurn frá þeim sem hér stendur til hæstvirts fjármálaráðherra um það hvað hann hefur kostað ríkissjóð,“ upplýsti Ólafur.

Ólafur sagði að nefndin sem skilaði ítarlegri skýrslu um framtíð íslenskrar peningastefnu telji ekki að húsnæðisliðurrinn eigi rót sína í verðbólgu heldur vandamálum á framboðshlið húsnæðismarkaðarins. „Samt gerir enginn neitt með þetta og engin umræða fæst.“

Nú gerir ríkisstjórnin það helst að finna upp nýja skatta. Ólafi lýst ekki vel á:

„Óbeinir skattar hækka vísitöluna, hækka höfuðstóla og þyngja greiðslubyrði. Eins og ég hef margoft nefnt hérna hækkar hækkun á kolefnisgjaldi til að rækja loftslagsmarkmið höfuðstóla og þyngir greiðslubyrði. Það fæst ekki rætt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: