- Advertisement -

Vetur á Spáni: Léttur leiðarvísir

Vetur á Spáni: Margar fyrirspurnir hafa borist vegna veru okkar hjóna á Spáni. Fólk vill vita hvernig það fær upplýsingar um leiguíbúðir og hvar sé hagstæðast að leigja bíla.

Án þess að við séum nokkrir sérfræðingar í þessum málum er okkur ljúft að deila því sem við höfum lært og kynnst.

Íbúðir

Fyrst eru það íbúðirnar. Þær finnum við á vefnum kyero.com. Það er frábær vefur með þúsundir íbúða og húsa. Eftir að hafa skoðað vefinn skamma stund mun hvert og eitt finna þann flokk, t.d. hvað varðar verð, stærð, staðsetningu, aðbúnað og fleira með stuttri leit.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bílar

Þá eru það bílaleigubílar. Við notum bókunarsíðuna economycarrentals.com. Rétt í þessu athuguðum við leigu á bíl frá 10. janúar 2019 til 10. febrúar. Þeir bjóða ódýrustu bílana á rétt innan við 400 evrur, eða 56 þúsund krónur, fyrir þann tíma.

Enn er verðið hærra en þegar við gerðum okkar ráðstafanir í sumar. Mögulega lækkar verðið. Það kostar yfirlegu að ná ódýrara verði. Þolinmæði er dyggð.

Miklu skiptir að vera með platinumkort frá sínum viðskiptabanka. Kortið, allavega frá Landsbankanum, er með allt að milljón dollara tryggingu á bílaleigubílum, og því er með öllu óþarft að kaupa aukatryggingu.

Krónan

Auðvitað er flöktið á íslensku krónunni erfitt. Áætlanir eru fljótar að breytast. Húsaleigan hjá okkur hefur hækkað um tíu þúsund krónur á mánuði, og það á skömmum tíma.

Ekki sölumenn

Við hjónin erum ekki sölumenn og höfum ekki fjárhagslegan hag af því sem hér er skrifað. Það er betra fyrir okkur að svara algengustu spurningunum á einum stað. Hvert og eitt sem ákveður að dvelja á Spáni, í stuttan eða langan tíma, gerir sínar áætlanir. Annað er óheppilegt.

Meira síðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: