Spáin segir að það verði um fjórtán gráðu hiti, hér á Spáni, í dag, sem verður eflaust eitthvað meiri. Um miðjan dag í gær var hitinn nítján gráður. Það kólnar um nokkrar gráður þegar degi hallar.
Stutt er í dagrenningu. Við erum að fara að spila golf. Fyrst þarf að borða morgunmat. Að venju er Framsókn á morgunverðarborðinu. Það eru egg, jógúrt og fleira sem kemur beint frá hinum stórhættulega landbúnaði hér á Spáni.
Konan spyr sig, gerir það upphátt án þess að orðunum sé beint að mér, enn og aftur hvað ætli Framsóknarmenn og Miðflokksmenn borði þegar þeir ferðast til annarra landa?
Ég held að þeir hafi með sé saxbauta. Niðursoðna úr löngu aflagðri verksmiðju á Akureyri.