- Advertisement -

Vetur á Spáni: I don´t belieive you

Gasgrillið. Kostaði rúm 40 þúsund en tæp 40 þúsund á útsölunni.

Hvað vita útlendingar um Ísland? Sumir mikið, aðrir eitthvað og einstaka ekkert. Við erum á okkar eigin bíl. Keyrðum til Seyðisfjarðar og svo frá Hirtshals til Spánar. Bílnúmerið hefur vakið nokkra athygli.

Við höfum fengið spurningar eins og hvort bíllinn sé sambland af báti og bíl og svo hvort milli Íslands og Evrópu hafi verið svo mikill hafís og hvort við höfum ekið þannig. Misfyndið. Þeir sem spurðu vissum að Ísland er eyja. Fengu hið minnsta einn fyrir viðleitni.

Annars er það svo að þau sem ekki hafa komið til Íslands segjast flest vilja koma. Allir virðast vita að allt, eða kannski mestallt, sé dýrara á Íslandi en annars staðar. Læt fylgja með mynd af fjögurra brennara gasgrilli sem segir ansi mikið um verðmuninn. (Gert sérstaklega fyrir Loga Bergmann.)

Þú gætir haft áhuga á þessum

Útlendingarnir tala um undur Íslands, náttúruna, kuldann og þjóðina sem lifir í landinu með þetta kuldalega nafn. Þeir sem nánast ekkert vita halda að á Íslandi sé freðmýri.

Einn sagði makalaust að Ísland sé kallað Ísland og Grænland Grænland. Sagði að þessu eigi að snúa við og það hið bráðasta. Sá hafði verið á Íslandi. Í einstöku veðri.

Svisslendingur einn er einstaka hrifinn af frammistöðu íslenskra íþróttamanna. Sem svo margir aðrir talaði hann um fótboltalandsliðið. Sá bætti við frábæru handboltalandslið Íslands. Sagðist varla trúa þessu. Þegar ég bætti við að körfuboltalandsliðið okkar hafi verið í úrslitum Evrópumótsins síðustu ár. Þá hváði hann við, sagðist vita hversu fámenn þjóðin er, horfði svo á mig, endurtók það sem hann vissi um fótboltann og handboltann og bætti við nýrri þekkingu um körfuboltann, horfði á mig og sagði: I don´t belieive you. Samt fór ekki á milli mála að hann trúði mér fullkomlega.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: