- Advertisement -

Vetrarhátíð

Um helgina stendur yfir hin árlega Vetrarhátíð og verður það í tólfta sinn sem hátíðin verður. Myrkur er í aðalhlutverki og gefst landsmönnum tækifæri til að fara á fjöldann allan af viðburðum.

Vetrarhátíð er haldin á höfuðborgarsvæðinu og taka öll sex bæjarfélögin þátt. Sundlauganótt og Safnanótt eru meginstoðir hátíðarinnar ásamt ljóslistaverkum sem lýsa upp skammdegið á ævintýralegan hátt. Aðrir skemmtilegir viðburðir hátíðarinnar eru tónleikarnir Edmonton Calling Reykjavík, Snjófögnuður og Heimsdagur barna.

Af nógu verður að taka á þessum dimmu vetrardögum þar sem magnað myrkur fær að njóta sín í Reykjavík. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu.

Hér má nálgast alla viðburði hátíðarinnar.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: