- Advertisement -

Vesaldómur og máttleysi stjórnarliða

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, skrifaði á Facebook:

„Ég hef sjaldan orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum með stjórnvöld eins og nú. Afgreiðsla fjárlagafrumvarps þar sem engin raunveruleg hækkun er til handa fátækasta fólki landsins, örorkulífeyrisþegum er í alvöru veruleikinn. Uppgefin ástæða er enn og aftur: málið er í nefnd. Þar hefur það verið sl.10 ár eða svo.

Ömurleg framkoma stjórnvalda toppast með lágkúru og nauðaómerkilegheitum valdhafa sem baula án afláts út yfir þjóðina ósannindum t.d. um fjölgum öryrkja, um fjárhæðir sem búið sé að setja í málaflokk lífeyrisþega sl 8 ár og í síðustu tveim fjárlögum o.s.frv. Afnám krónu á móti krónu frumvarpið situr fast í velferðarnefnd og kemst ekki þaðan vegna vesaldóms og máttleysis stjórnarliða. Og eina leið mín til að afsaka þessa aðila er að þeir hljóti að vera beittir valdi og eða kúgaðir af öðrum stjórnarflokki.

Jeminn eini er ég þá ekki komin með Stokkhólms sindrómið?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: