- Advertisement -

Verum róttæk, framsækin og baráttuglöð

Eigum að vera róttæk, framsækin og baráttuglöð

Drífa Snædal skrifar: „Á morgun hefst þing Alþýðusambands Íslands en þar mun ég gefa kost á mér í embætti forseta sambandsins. Væntingar og kröfur á hreyfinguna eru miklar og þannig á það líka að vera. Við eigum að vera róttæk, framsækin og baráttuglöð en fyrst og fremst sameinuð um grundvallarhagsmuni okkar allra, að auka lífsgæði og jöfnuð, búa til samfélag þar sem fólk fær sanngjörn laun fyrir vinnu sína og hefur meira að segja tíma afgangs til að njóta lífsins. Það þarf að koma böndum á þá ofurgræðgi sem einkennt hefur fjármagnseigendur á kostnað alþýðu fólks og vinda ofan af þeirri hugmynd að græðgi sé góð og misskipting lögmál. Ég hef síðustu vikur komið á framfæri minni sýn á ASÍ og verkefnin framundan en á morgun er valdið í höndum þingfulltrúa af öllu landinu til að móta stefnu og velja forystu til næstu tveggja ára. Ég fer spennt og glöð inn á þingið og vona að ég fái umboð á föstudaginn til að leiða þessa mikilvægu hreyfingu næstu tvö árin.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: