Veruleikafirring forréttindapésa
Vilhjálmur Birgisson skrifar: Jæja, nú segir forstjóri Haga að fækka þurfi störfum og taka upp sjálfsafgreiðslu ef laun hækka of mikið. Til upplýsinga þá eru 18 og 19 ára einstaklingar í verslun samkvæmt launataxta VR með 257 þúsund á mánuði en 20 ára og eldri eru með 276 þúsund á mánuði í dagvinnu.
Hins vegar var forstjóri Haga með árið 2016 samkvæmt tekjur.is 6,1 milljón í laun en það var ekki allt því hann var með 63 milljónir í fjármagnstekjur samtals voru laun forstjórans 11,3 milljónir á mánuði og heildartekjur forstjóra Haga árið 2016 voru „litlar“ 136 milljónir. Sem sagt 40 föld dagvinnulaun verslunarfólks. Veruleikafirring þessa efnahagslegu forréttindapésa ríður ekki við einteyming.