Verulegt brottkast hjá grásleppubátum
„Brottkast á grásleppu er að flestra mati verulegt.“
„Það hefur alla tíð legið það orð á að þar sé brottkast stundað og maður hefur heyrt nánast fáránlegar tölur í því efni. Brottkast á grásleppu er að flestra mati verulegt. Það kann vel að vera að við þurfum einhvern veginn að reyna að leita sérstakra leiða til þess að taka á þeim vandamálum. Í það minnsta eru þær sögur sem mér hafa borist til eyrna þess eðlis að í raun er ekki forsvaranlegt að láta það átölulaust.“
Þetta sagði sjávarútvegsráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, á Alþingi fyrir fáum augnablikum.
Hann nefndi tók einnig dæmi af strandveiðibátum:
„Við getum nefnt dæmi af breytingunni sem gerð var í strandveiðunum þar sem 60 prósent meira af ufsa var landað af strandveiðinni árið 2018 en árið á undan þegar slakað var á þeim takmörkunum sem þarna voru settar á fyrri tíð. Það eru því dæmi um að við getum með tiltölulega litlum breytingum búið til jákvæðari afkomu.“