Fréttir

Veruleg skekkja í spá Icelandair

By Ritstjórn

January 08, 2021

Framboð á flugferðum hjá Icelandair hefur dregist mun meira saman en spáð var í fjárfestakynningu í haust. Á næstunni gætu stjórnendur flugfélagsins þurft að setja starfsemina í gang á ný en sætta sig við mjög lága sætanýtingu til að byrja með.

Í fjárfestakynningu sem gefin var út í tengslum hlutafjárútboð Icelandair Group í september var að finna spá sérfræðinga flugfélagsins um sætisframboð næstu ársfjórðunga.

Eins og gefur að skilja var þá, líkt og núna, erfitt að ráða í þróun heimsfaraldursins og áhrifa hans á flugsamgöngur. En jafnvel þó spáin hafi verið gefið út undir lok þriðja ársfjórðungs þá var skekkjan umtalsverð á þeim fjórðungi. Hún varð svo ennþá meiri á þeim næsta.

Sjá nánar á turisti.is.