Hversu vitlaus getur einn fjármálaráðherra verið?
Gunnar Smári skrifar:
Hversu vitlaus getur einn fjármálaráðherra verið? Þessi er kominn með 50 þúsund nýja starfsmenn á launaskrá ríkisins, og fær líklega 10 þúsund til viðbótar innan mánaðar, fólk á atvinnuleysisbótum frá ríkinu án nokkurra verkefna. Og þannig vill hann hafa það. Hann vill alls ekki ráða fólkið til nokkurra starfa sem skila ávinningi fyrir samfélagið. Hvers vegna? Vegna þess að Hannes Hólmsteinn kenndi honum það í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins að það væri vont að ráða fólk til starfa hjá ríkinu. Þess vegna vill hann borga fólki laun fyrir að gera ekki neitt.