- Advertisement -

Versandi lífskjör og hækkandi húsnæðisverð

Og það má ekki vera með uppbyggingu fátæktarblokka eða -hverfa.

Ragnar Þór Pétursson skrifar:

Allar spár gera ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka náist markmið um að lækka hér vaxtarstig. Það er ekki langt síðan að við vissum af tæplega þúsund börnum hér á landi sem búsett voru í iðnaðarhúsnæði. Fátækt fólk og jaðarsett líður fyrir það að velmegandi hluti þjóðarinnar vill geta gengið að því vísu að það auðgist á eigin húsnæði (sem er ekkert annað í grunninn en að auðgast á verðtryggðum bankainnistæðum). Sátt er um aðgerðir í húsnæðismálum sem auka aðgengi að lánsfé (og hækka þar með enn verð) þegar eina raunhæfa aðgerðin er að auka framboð á húsnæði.

Og það má ekki vera með uppbyggingu fátæktarblokka eða -hverfa. Þetta vissum við fyrir mörgum áratugum og nú, þegar við blasir að þetta tvennt gæti farið saman: versandi lífskjör og hækkandi húsnæðisverð, eigum við að standa okkur miklu betur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: