Herbergjanýtingin á íslenskum hótelum var nokkuð undir meðaltalinu í Evrópu í september. Að mati sérfræðinga má búast við að tekjur á hvert hótelherbergi á næsta ári verði tugi prósenta frá því sem var í fyrra.
Hertari aðgerðir í Evrópu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar hafa dregið úr ferðalögum innan álfunnar. Nú í haust hefur herbergjanýting á evrópskum hótelum því versnað þónokkuð frá því sem var seinni hluta sumars.
Þannig var nýtingin að jafnaði 35,1 prósent á evrópskum hótelum í lok fyrstu viku október samkvæmt úttekt STR Global. Í september var meðaltalið rétt undir fjörutíu prósentum í viku hverri. Það var þó töluverður munur milli landa.
Sjá nánar hér: turisti.is.