Stjórnmál

Vernda efnahag miðaldra karla

By Miðjan

March 27, 2020

„Alþingi er búið að slá öllum málum á frest sem ekki tengjast kórónaveirunni og ástandinu af hennar völdum, að sögn Þórhildar Sunnu. Sjálf kveðst hún vera að berjast fyrir því að ríkisstjórnin hjálpi öllum á Íslandi í gegnum þessa erfiðleika,“ segir í frétt Fréttablaðsins, þar sem talað er við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata.

Þórhildur Sunna segir:

„Mér finnst stjórnin leggja fullmikla áherslu á að vernda efnahag miðaldra, vel settra karla sem þurfa vissulega hjálp líka, en þeir þurfa kannski ekki næstum því alla hjálpina sem verið er að veita. Svo vil ég passa vel upp á mannréttindi og frelsi. Á neyðartímum er mikilvægt fyrir stjórnarandstöðu að fylgjast vel með því að ekki sé of langt gengið í frelsisskerðingu,“ segir hún og hrósar síðan ríkisstjórninni, rétt eins og aðrir „stjórnarandstæðingar“ gera þessa dagan. „Ríkisstjórnin hefur staðið sig nokkuð vel í því að skerða ekki frelsi eða fara fram hjá reglum að óþörfu, í nafni neyðarástands, en ég fylgist áfram með til öryggis.“