- Advertisement -

Verkið fæðist á striganum

Menning: „Það er sagt að þegar myndhöggvarar vinni bronsmyndir þá fæðist verkið þegar það er mótað í leir. Svo deyr það með gifsafsteypunni en endurfæðist þegar verkið er speypt í brons. Hjá mér fæðist verkið á striganum og umbreytist um leið. Hin upprunalega fyrirmynd er ekki alltaf greinileg,“ segir Nikhil Nathan Kirsh um sýninguna sem hann verður með í Gallerí Fold og verður opnuð 28. maí kl. 17. Sýninguna nefnir hinn breski listamaður Brestir og stendur hún til 17. júní.

Á sýningunni eru málverk sem Nikhil hefur unnið síðustu mánuði, en auk þess skúlptúr sem hann gerði í samvinnu við Ragnhildi Stefánsdóttur. Myndirnar málaði hann af brotnum og sprungnum gifsafsteypum af hinum ýmsu líkamshlutum. Þótt viðfangsefnið geti verið ógnvekjandi eru myndirnar fallegar en hugmyndin er í raun ógnvænlegri en útkoman, rétt eins og það er oft í lífinu sjálfu.
Nikhil Kirsh er breskur portrett listamaður sem hefur hlotið góðar móttökur hjá íslenskum listunnendum. Verk hans munu verða sýnd í Los Angeles í Bandaríkjunum síðar í sumar þegar sýningin Trúðleikur verður sett þar upp en sú sýning var sett upp í Gallerí Fold í fyrra.

Nikhil Nathan Kirsh er fæddur árið 1979 í London. Hann stundaði nám við University of Hertfordshire 1997 – 1998 og lauk BA Honours prófi í ljósmyndun frá Manchester Met. University 2003. Árið 2007 fékk hann kennsluréttindi með áherslu á listkennslu frá Brighton University og lauk MA prófi frá sama skóla 2009.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: