- Advertisement -

Verkamannaflokkur Starmer er kapítalískur flokkur

„…fara um samfélagið sem engisprettufaraldur og étur upp öll verðmæti, auðlindir og eignir almennings.“

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári Egilsson skrifaði:

Stjórnmál Það er ekki til vinstri og hægri í bandarískum stjórnmálum, og varla í breskum lengur. Ekki ef við notum þessi hugtök í hefðbundnum evrópskum skilningi. Stjórnmálakerfið í Bandaríkjunum er ekki byggt á stéttastjórnmálum heldur trú á kapítalismann, að hann einn leysi öll mál.

Stjórnmálakerfið í Bandaríkjunum er því líkari því sem er í Íran, þar sem með góðum vilja má sjá blæbrigðamun á milli áherslu stjórnmálamanna en í grunninn eru þeir allir að bera út sama fagnaðarerindi sama guðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

. Bretland er á hraðleið inn í þetta kerfi.

Guð Bandaríkjanna er kapítalisminn og þau sem hafna honum gera sig í reynd að ómarki í bandarískri umræðu. Bretland er á hraðleið inn í þetta kerfi. Undir Keir Starmer er Verkamannaflokkurinn orðinn líkari Demókrataflokknum í Bandaríkjunum en þeim evrópsku flokkum sem eiga uppruna sinn í sósíalískri verkalýðsbaráttu síðustu aldar.

Verkamannaflokkur Starmer er kapítalískur flokkur sem hefur sömu stefnu og Íhaldsflokkurinn í nánast öllum málum, en reynir að aðgreina sig í tón, blæ og svipmóti fremur en afstöðu til grundvallarmála samfélagsins, vaxandi ójöfnuð og valdaójafnvægi á tímum óligarkisma, síð-nýfrjálshyggjunnar, þar sem hin ríku fara um samfélagið sem engisprettufaraldur og étur upp öll verðmæti, auðlindir og eignir almennings.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: