- Advertisement -

Verkamaður lifir fjórum árum skemur

Gunnar Smári:

Stéttaskipting, með tilheyrandi fátækt, basli og vinnuþrælkun þeirra sem verða undir óréttlæti samfélagsins, drepur.

Þetta er tafla úr ritgerð sem Fjármálaeftirlitið birti og fjallar um lífslíkur eftir þjóðfélagsstöðu. Því miður er þarna ekki fjallað um ólíkar lífslíkur eftir stétt, aðeins menntun, en ástæðan er að Hagstofa Íslands greinir sorglega fátt eftir stéttum öfugt við systurstofnanir í nágrannalöndunum. Líklega er ástæðan sú að Hagstofan, eins og aðrir þættir íslensku valdstjórnarinnar, vill viðhalda þeirri trú meðal landsmanna að á Ísland sé stéttaskipting lítil ef nokkur.

En taflan sýnir annað. Sé miðað við 25 ára aldurinn þá getur karl með grunnskólapróf vænst þess að verða 78,8 ára, sá með framhaldsskólastig 81,4 ára og sá með háskólapróf 83,3 ára. Mismunurinn er 4,5 ár milli þess sem er með grunnskólapróf og þess með háskólaprófið. Og ástæðan liggur að mestu í ólíkum kjörum, sá með grunnskólaprófið er með lægri tekjur og líklegri til að glíma við fátækt og skort og/eða vinnuþrælkun til að losna undan fátæktinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hver getur stutt slíka stefnu?

Munurinn hjá konunum er minni. Lífslíkur við 25 ára aldurinn er frá 82,7 ár hjá konu með grunskólapróf og upp í 85,5 ár hjá konu með háskólapróf. Munurinn er 2,8 ár.

Og þetta er munur á góðum árum. Það er ekki svo að hin menntaðri fái fleiri ár á hjúkrunarheimilum við bilaða heilsu. Árin sem vantar eru ár í fullu fjöri við góða heilsu, hin bestu ár.

Stéttaskipting, með tilheyrandi fátækt, basli og vinnuþrælkun þeirra sem verða undir óréttlæti samfélagsins, drepur. Að styðja óbreytt kapítalískt kerfi er að styðja það verkamaðurinn búi við slík kjör að hann lifi fjórum og hálfu ári skemur en hann myndi gera við skapleg kjör.

Hver getur stutt slíka stefnu?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: