- Advertisement -

Verkalýðurinn vakni upp af martröðinni

„…og stofna pöntunarfélög, tryggingafélög, banka og annan samfélagslega mikilvægan rekstur.“

Gunnar Smári skrifar:

Verkalýðsbaráttan á eftir að breytast mikið á næstu árum og áratugum. Fyrstu hálfu öldina stofnaði Alþýðusambandið allskyns fyrirtæki, auk uppbyggingu alþýðuhúsa í svo til hverjum bæ, þar sem alþýðan byggði upp sitt menningar- og félagslíf innan samfélags sem ekki gerði ráð fyrir að þörf hennar fyrir sómasamlegt og innihaldsríkt líf.

Verkalýðshreyfingin stofnaði Alþýðublaðið, Alþýðubrauðgerð, Alþýðubanka og alls konar; forystufólk hreyfingarinnar vissi að hlutverk verkalýðshreyfingarinnar var að byggja upp nýjan valkost innan samfélags sem sinntu engu hagsmunum og væntingum alþýðunnar. Það dró úr þessari virkni þegar verkalýðshreyfingin var orðin mótuð og stofnanavædd, enn frekar þegar hún varð klíkuvædd.

„Vekalýðshreyfingin stofnaði Alþýðublaðið, Alþýðubrauðgerð, Alþýðubanka og alls konar; forystufólk hreyfingarinnar vissi að hlutverk verkalýðshreyfingarinnar var að byggja upp nýjan valkost innan samfélags sem sinntu engu hagsmunum og væntingum alþýðunnar. Það dró úr þessari virkni þegar verkalýðshreyfingin var orðin mótuð og stofnanavædd, enn frekar þegar hún varð klíkuvædd.“

Og þegar kom inn á tímabil nýfrjálshyggjunnar beygði forysta hreyfingarinnar sig undir að það væri enginn valkostur við óbeislaðan kapítalisma og taldi sig ekki geta gert betur en að hafa mildandi áhrif á hug þeirra sem raunverulega stjórnuðu landinu; eigendur fyrirtækja og þess stjórnmálafólks og -flokka sem voru í vasanum á auðvaldinu.

Þetta var stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar; að það væri enginn valkostur við þessa gagnbyltingarstefnu hinna ríku; að félagslegur rekstur samvinnufélaga, opinberra félaga, byggingarsamvinnufélaga eða félaga á vegum alþýðusamtaka gætu aldrei boðið upp á neitt betra en einkafyrirtæki sem rekin væru til að færa eigendum sínum sem mestan arð; á endanum að draga sem mest fé upp úr rekstrinum (og flytja hann þaðan til Kýpur eða Panama).

Verkalýðshreyfingin þarf að vakna upp af þessari martröð. Hreyfingin hefur bæði forsendur, þörf, aðstæður og afl til að byggja upp valkost gegn gerspilltum kapítalisma, sem ætíð fórnar samfélagslegum hagsmunum fyrir hagnað eigendanna (brýtur ekki bara niður samfélag heldur fórnar fyrir gróða eigendanna náttúru og lífsskilyrðum komandi kynslóða).

Verkalýðshreyfingin á ekki að láta nægja að byggja upp íbúðahúsnæðisfélögin Bjarg og Blæ, heldur ætti hún að halda áfram og stofna pöntunarfélög, tryggingafélög, banka og annan samfélagslega mikilvægan rekstur. Alþýðan hefur ekki þann einan kost að lifa innan hins kapítalíska fjárglæfrasamfélags heldur ætti það að verða markmið verkalýðshreyfingarinnar að byggja upp þjónustu og starfsemi sem gæfi alþýðufólki kost á að lifa og starfa án þess að þurfa nokkru sinni að reka nefið inn í kapítalísk fyrirtæki, sem ávallt vinna gegn hagsmunum almennings.

http://www.ruv.is/frett/hvetja-folk-hugsanlega-til-snidgongu-a-vorum?fbclid=IwAR13e-x6zZCw9Q_znJumrdVHpxjJUTRM1nTAPJYkChvUdK6xR9-jPUBIIc4


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: