- Advertisement -

Verka­lýðs­hreyf­ingin hunsar eldra fólk

Það urðu gríð­ar­leg von­brigði að ekki er minnst einu orði á kjör eldra fólks í pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Þorbjörn Guðmundsson.

Þorbjörn Guðmundsson skrifaði:

Löng hefð er fyrir því á vett­vangi ASÍ að við frá­gang á kjara­samn­ingum sé jafn­framt horft til breyt­inga á líf­eyri frá TR. Lands­sam­band eldri borg­ara (LEB) óskaði form­lega eftir því við ASÍ, BSRB og BHM að í sam­tölum við rík­is­stjórn í tengslum við frá­gang kjara­samn­inga yrði jafn­framt tryggt að eldra fólk (eldri félags­menn) njóti sam­bæri­legra kjara­bóta og aðrir launa­menn.

Nú hafa um 80% félags­manna ASÍ gengið frá kjara­samn­ingum og rík­is­stjórn kynnt aðgerða­pakka sem sitt fram­lag til sáttar á vinnu­mark­aði. Það urðu gríð­ar­leg von­brigði að ekki er minnst einu orði á kjör eldra fólks í pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta ger­ist þrátt fyrir að rík­is­stjórn og laun­þega­hreyf­ingin séu sam­mála um að sér­stak­lega beri að horfa til þeirra sem eru með lök­ust kjör­in.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er hluti greinar sem Þorbjörn skrifaði á Kjarnann sáluga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: