Verkalýðshreyfingin hunsar eldra fólk
Þorbjörn Guðmundsson skrifaði:
Löng hefð er fyrir því á vettvangi ASÍ að við frágang á kjarasamningum sé jafnframt horft til breytinga á lífeyri frá TR. Landssamband eldri borgara (LEB) óskaði formlega eftir því við ASÍ, BSRB og BHM að í samtölum við ríkisstjórn í tengslum við frágang kjarasamninga yrði jafnframt tryggt að eldra fólk (eldri félagsmenn) njóti sambærilegra kjarabóta og aðrir launamenn.
Nú hafa um 80% félagsmanna ASÍ gengið frá kjarasamningum og ríkisstjórn kynnt aðgerðapakka sem sitt framlag til sáttar á vinnumarkaði. Það urðu gríðarleg vonbrigði að ekki er minnst einu orði á kjör eldra fólks í pakka ríkisstjórnarinnar. Þetta gerist þrátt fyrir að ríkisstjórn og launþegahreyfingin séu sammála um að sérstaklega beri að horfa til þeirra sem eru með lökust kjörin.
Þetta er hluti greinar sem Þorbjörn skrifaði á Kjarnann sáluga.