- Advertisement -

Verka­lýðsfor­yst­an geng­in af göfl­un­um

Stjórn­mála­menn axli ábyrgð.

„Verka­lýðsfor­yst­an virðist geng­in af göfl­un­um og þeirra skolla­leik­ur ásamt of­ur­gjöld­um hins op­in­bera hef­ur þrýst fyr­ir­tækj­um í að keyra áfram á undirmönnun og lítið má út af bregða. Lík­lega munu mörg fyr­ir­tæki ekki lifa af næstu miss­eri. Stjórn­mála­menn þurfa að axla ábyrgð því ekki verður hægt að huga að nein­um innviðum án verðmætafram­leiðslu hjá fyr­ir­tækj­um og mannauði þeirra,“ segir Viðar Guðjohnsen í Moggagrein í dag.

Viðar er virkur í grasrót Sjálfstæðisflokksins. Hann er áhrifamaður þar. Viðar hefur ekki bara áhyggjur af efnahagsástandinu. Hann býr yfir mörgum hugmyndum um hvernig eigi að bregðast við. Greinar Viðars eru eftirtektarverðar

„Tryggingargjaldið er þung byrði og skamm­ar­legt að menn hafi ekki lækkað það þegar at­vinnu­leysi var varla mæl­an­legt og allt í upp­gangi. Ef það reyn­ist rétt að stjórn­mála­menn hafi ákveðið að lengja fæðing­ar­or­lof og hækka fæðing­ar­or­lofs­styrki í stað þess að lækka tryggingargjaldið þegar ráðrúm gafst þá er það mjög al­var­legt lýðskrum,“ skrifar Viðar og gefur Bjarna, formanni sínum, létt olnbogaskot.

Launafólk borgi tryggingagjaldið.

Viðar heldur áfram að fjalla um tryggiungagjaldið og gengur lengra hvað það varðar en flestir hafa gert til þessa.

„Miðað við stöðuna sem við blas­ir þyrfti helst að af­nema gjaldið á meðan þess­ir erfiðleik­ar ganga yfir, jafn­vel þótt það kosti blóð, svita og tár. Ann­ar mögu­leiki er að gjald­inu verði umbreytt með þeim hætti að launa­menn greiði helm­ing á móti launa­greiðanda.“

Viðari þykir fasteignagjöldin allt of hátt og að það geti skipt sköpum í afkomu fyrirtækja.

„Aug­ljóst er að á næstu miss­er­um mun eiga sér stað þjóðnýt­ing á at­vinnu­hús­næði ef rekst­ur dregst sam­an og gjöld­in hald­ast óbreytt. Slíkt er óviðun­andi í ríki sem virðir eign­ar­rétt manna.“

Lokataktur greinarinnar er svo þessi, óstyttur með öllu:

„Það er auðvitað erfitt og óá­byrgt að svara ekki spurn­ing­unni um hvernig hægt væri að fjár­magna slík­ar aðgerðir. Byrja mætti á því að fækka brögg­um og dýr­um „kemstvallagötum“. Með öðrum orðum minnka óþarfa sem all­ir eru í raun sam­mála um að sé óþarfi. Vanda­mál hins op­in­bera er nefni­lega ekki inn­flæðis­vandi fjár­magns held­ur frek­ar að illa er farið með það fé sem hið op­in­bera fær frá þeim sem hef­ur skapað það fé. Að lok­um er vert að minna á að þegar helm­ing­ur fólks fær það á til­finn­ing­una að það þurfi ekki að vinna því hinn helm­ing­ur­inn muni sjá fyr­ir þeim og þegar vinn­andi helm­ing­ur­inn fær það á til­finn­ing­una að hann græði ekk­ert á því að sá fræj­un­um því ein­hver ann­ar fær upp­sker­una er stutt í mann­gerðan upp­skeru­brest.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: