Verkalýðhreyfingin skoði þingframboð
Við þurfum að tryggja að auðlindin skili sér til samfélagsins. Að sjá hvernig kvótinn hefur verið fluttur á milli staða er óásættanlegt,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og annar varaforseti Alþýðusambandsins, en hann var meðal fundargesta á fjölmennum fundi þeirra Ögmundar Jónassonar og Gunnar Smára, í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Á og getur ASÍ gert eitthvað í málinu?
„Það er spurning hvað við getum gert og hvernig við getum beitt okkur í þessu. Við eigu alla vega að hafa skoðun á málinu og reyna að tryggja að fólkið í landinu fái sinn hlut. Það er okkar hlutverk.“
Aðspurður um þingframboð á vegum verkalýðshreyfingar sagði Kristján Þórður óvíst hvað verður. Hann sagði þau hafa mikið afl. „Við verðum að skoða hvort það geti nýst samfélaginu i heild.“