- Advertisement -

Verkafólk hefur snúið baki við VG

Það sem eftir er af fylgi Vinstri grænna kemur helst frá þeim best settu í samfélaginu. Í þeim hópi segjast um tíu prósent að þau myndi kjósa Vinstri græn yrði kosið nú. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Aðeins tvö prósent lægstlaunaða fólksins hallast að Vinstri grænum.

„Vinstri hreyfingin – grænt framboð er við það að þurrkast út af þingi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Fréttablaðið. Flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra mælist nú aðeins með 5,9 prósenta fylgi og er því innan við einu prósenti yfir þröskuldinum til að fá jöfnunarsæti til þings samkvæmt kosningalögum,“ segir í frétt Fréttablaðsins.

„Athygli vekur að Vinstri græn hafa nú mest fylgi hjá hátekjufólki, með 800 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun, eða 10 prósent. Hjá lágtekjufólki, með laun undir 400 þúsundum, hafa Vinstri græn aðeins 2 prósenta fylgi, minnst allra flokka. Til samanburðar þá hefur Sósíalistaflokkurinn 8 prósenta fylgi í þeim tekjuhópi og Miðflokkurinn 5 prósent.“

Þetta er ótrúleg staða flokks forsætisráðherra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: