Björgvin Guðmundsson skrifar: Blöðin skrifa um að kjaramálin verði aðalmálið í vetur og þau muni jafnvel móta þingstörfin mikið. Gera á nýja kjarasamninga á almennum markaði. Það er ólga í verkalýðshreyfingunni vegna þess hvernig yfirstéttin hefur hagað sér. Hún hefur hrifsað til sín ótæpilega, hækkað laun sín upp úr öllu vald en ætlar nú að skammta verkafólki, öldruðum og öryrkjum hungurlús.
Katrín forsætisráðherra er nú komin í það hlutverk að hjálpa Bjarna við að halda launum verkafólks og lífeyri aldraðra niðri. Það er hið nýja hlutverk „sósíalistíska verkalýðsflokksins VG“. Það sást strax á stjórnarsáttmálanum, að stefna átti að því að halda launum verkafólks niðri.
Fyrstu yfirlýsingar Katrínar og Bjarna voru um að óvíst væri, að nokkuð svigrúm væri til launahækkana! En síðan réði Katrín Gylfa Zoega hagfræðing (Gylfi er hægri hönd Seðlabankastjóra) til þess að meta hvað svigrúm til launahækkana væri mikið. Gylfi var 0rðlátari en Katrín og Bjarni, þar eð hann sagði, að hækka mætti laun verkafólks um heil 4%! En það þýðir 7 þúsund kr hækkun eftir skatt. Mikið örlæti það.
Það að má mikið gera fyrir 7 þús.kr. Er það ekki? En spurning er hvort verkalýðsfélögin og atvinnurekendur þurfa eitthvað að semja. Er ekki Katrín og Bjarni búin að ákveða hvað hæfilegt er fyrir verkafólkið að soveskri fyrirmynd. Hvers vegna samninga? Til samanburðar er ágætt að rifja upp hvað Katrín og Bjarni ákváðu að væri hæfleg kauphækkun fyrir þingmenn og ráðherra: Þingmenn fengu 75% kauphækkun á 3 árum og fóru í 1,1 millj á mánuði fyrir utan allar aukasporslurnar.
Stjórnarleiðtogarnir vildu ekki afsala sér neinu af þessri hækkun. Ráðherrar hækkuðu um 64% og fóru í 1,8-2 millj. rúmlega. Forsætisráðherra hefur hækkað um 789 þús kr á mánuði og fjármálaráðherra hefur hækkað um 714 þúsund á mánuði. Það er að vísu fyrir skatt en við þessar hækkanir bætast mikiil hlunnindi og aukagreiðslur, þannig að sjaldan þarf að taka upp veskið.
Til þess að samanburður sé réttur er rétt að nefna, að tillaga Gylfa Zoega þýðir 12 þús kr. hækkun verkafólks fyrir skatt. Í dag eru lágmarkslan verkafólks 235 þús á mánuði eftir skatt. Mikið örlæti Katrínar og Bjarna að ætla að hækka það um 7 þús kr á mánuði!