Forseti borgarstjórnar, Pawel Bartozsek Viðreisn, er ekki samþykkur ráði ríkisstjórnarinnar, með að borga laun á uppsagnarfresti. Hann skrifar í Fréttablaðið í dag. Í grein hans segir:
„Ef fyrirtæki geta ekki greitt laun í uppsagnarfresti eru þau í reynd gjaldþrota og þá er þegar til sjóður, Ábyrgðasjóður launa, sem gerir upp vangoldin laun við slíkar aðstæður. Þegar ríkið ákveður að greiða laun í uppsagnarfresti án kröfu um gjaldþrot er það því varla að verja atvinnu eða tekjur launafólks. Það er að verja hlutafé.“
Pawel heldur áfram: „Hlutafélög með takmarkaða ábyrgð eru stórkostleg uppfinning. Þau gera fólki mögulegt að fara út í rekstur án þess að hætta á að tapa aleigunni ef reksturinn gengur ekki vel. En þeir sem leggja til eða kaupa hlutafé vita líka að þetta er alltaf áhættufjárfesting sem getur auðveldlega glatast öll. Það gerist líka oft. Ef þeir sem fyrirtækið skuldar hafa trú á því að það geti starfað áfram og greitt til baka þá geta þeir samið um af borganir og haldið fyrirtækinu lifandi. En ef kröfuhafarnir hafa sjálfir ekki slíka trú er ekki sjálfgefið að ríkið eigi að leysa þá af hólmi og gefa fyrirtækinu peninga til að það geti haldið sér á f loti. Raunar ætti það helst aldrei að gera það.“