Gunnar Smári skrifar:
Þessi aðgerð er fyrst og fremst til að halda gengi krónunnar uppi á meðan hin ríku flýja krónuna áður en hún sunkar. Hin réttu viðbrögð eru að setja á gjaldeyrishöft strax. Það hefur alltaf reynst Íslendingum best, höftin eftir Hrun trufluðu engan nema Samherja og allra ríkasta fólkið. Það er svo fráleitt að hægt sé að verja krónuna með markaðsaðgerðum að ég nenni ekki einu sinni að hlægja að því.
Ríkisstjórn og Seðlabanki eru ekki að verja almannahag. Þau halda það, trúa því að með því að verja auð hinna ríkustu og vald þeirra yfir samfélaginu, séu þau jafnframt að hugsa um ykkur; en í raun eru þau aðeins að aðstoða við rán hinna ríku og valdamiklum á peningum almennings, eigum hans og framtíð.
Stjórnarandstaðan hefur sannað sig algjörlega gagnslausa á þessum tíma, er sokkin ofan í meðvirkni og þorir engu að andmæla af ótta við að vera sökuð um óþjóðhollustu á stríðstímum (já, forsætisráðherra lýstu yfir stríðsástandi til víkka umboð ríkisstjórnarinnar). Við verðum að mynda andstöðu gegn aðgerðum yfirvalda, sagan frá 2008 er að endurtaka sig. Öllu púðri er eytt í skjaldborg um auð og völd hinna ríku. Þegar kemur að ykkur, hinum fátækari, þá verður ekkert púður eftir.