Björn Leví Gunnarsson skrifar um Íslandsbankasöluna í Mogga dagsins. Greinina endar hann svona:
„Það er með ólíkindum hversu mikið er hægt að þvælast með þessa einföldu staðreynd og hversu mikið allir rembast eins og rjúpan við staurinn að verja fjármálaráðherra í þessu máli. En það er auðvitað augljóst að þau eru að verja eigin stóla og völd á sama tíma. Þannig taka þau persónulega hagsmuni fram yfir almannahagsmuni og það er skilgreiningin á spillingu.
Þetta er ekki boðlegt.“