Verja dómsmálaráðherra sem lýgur blákalt, aftur og aftur
Ræða Þórhildar Sunnu: „Ekki segjast fyrir kosningar styðja að frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verði að lögum en segja svo eftir kosningar að stjórnarskrármál séu best geymd í nefndaskúffu í eins og átta ár í viðbót. Ekki segjast fyrir kosningar ætla að hækka veiðigjöld og einhenda sér svo í það að lækka þau um milljarða korteri fyrir þinglok.“