- Advertisement -

Verið að grafa fatlað fólk lifandi

„Það er stjórnun ríkisfjármála sem gerir það að verkum að við fáum ekki hækkun á framfærslu.“ „Settar hafa verið á grimmar skerðingar sem eiga sér ekki fordæmi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við.“

„Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar er að sliga hluta þjóðarinnar. Sannast að segja er fatlað fólk og langveikt fólk ekki bara í afar slæmri stöðu nú, heldur í verstu stöðu í manna minnum. Framfærsla þess er að stærstum hluta komin langt undir öll mörk. Ef gólfið væri lágmarkslaun þá er bókstaflega verið að grafa þennan þjóðfélagshóp lifandi undir því. Örorkulífeyrisþegar sem eru rúm 5% þjóðarinnar, eru mjög margir í dag með mikið lægri framfærslu en fólk á atvinnuleysisbótum og með talsvert lægri framfærslu en ellilífeyrisþegar, eins öfugsnúið og það er.“ Þetta segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands í samtali við vef ÖBÍ.

Formaður Öryrkjabandalagsins segir:
Það er stjórnun ríkisfjármála sem gerir það að verkum að við fáum ekki hækkun á framfærslu.

Þuríður Harpa bendir jafnframt á að ekkert hefur gerst mjög lengi. „Að minnsta kosti áratugur er liðinn síðan breyta átti almannatryggingakerfinu, nefndir hafa verið settar á laggirnar og unnið að breyttu almannatryggingakerfi árum saman, á meðan eru öryrkjar sveltir sem er ódýrt fyrir ríkisvaldið, en samt aðeins til mjög skamms tíma. Staðreyndin er sú að frítekjumark hefur ekki hækkað um eina krónu frá árinu 2009, settar hafa verið á grimmar skerðingar sem eiga sér ekki fordæmi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við og smánarlágur örorkulífeyrir er skattlagður sem aldrei fyrr. Þessi þjóðfélagshópur býr við það að fjármálaráðherra hendir inn í málaflokkinn prósentuhækkunum sem standast engan samanburð við aðra þróun eins og til dæmis launaþróun. Fatlað fólk situr því uppi með verðamætarýrnun þar sem framfærsla þess hefur rýrnað stöðugt síðasta áratug. Það er stjórnun ríkisfjármála sem gerir það að verkum að við fáum ekki hækkun á framfærslu. Við erum látin trúa því að við séum að fá hækkanir en uppgötvum svo að hækkunin er tekin til baka annarstaðar í kerfinu eða hreinlega gufar upp á móti hækkunum á öllu sem við þurfum til að hafa í okkur og á,“ segir Þuríður Harpa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: