- Advertisement -

Verður Oddný sett af?

Stjórnmál Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni í gær var Oddný Harðardóttir spurð hvort hún hyggist bjóða sig fram i komandi þingkosningum. Oddný gat ekki svarað með vissu hvað verður.

Hún sagðist hafa áhuga og vinnuþrek hefði hún nægt. Sagðist þó ekki getað svarað hvað verður. Oddný er með reyndari þingmönnum. Meðal annars var hún formaður Samfylkingarinnar. Hún var fjármálaráðherra 2011–2012, iðnaðarráðherra 2012, fjármála- og efnahagsráðherra 2012. Hefur margoft verið formaður þingflokksins.

Útlit er fyrir að Kristrún Frostadóttir muni hanadvelja fólk til að setjast í efstu sæti framboðslista. Miðað við svar Oddnýjar má búast við að hún haldi ekki sínu sæti, fyrsta sæti í Suðurkjördæmi.

Í þættinum sagðist hún ekki vilja nýta tækifærið til að segja af eða á.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: