- Advertisement -

Verður kosið fyrir eða eftir áramót?

Það mun því ráðast í vikunni hvort kosið verði fyrir jól eða hvort kosið verður eftir rúma fjóra mánuði eða jafnvel enn síðar.

Gunnar Smári skrifaði:

Stjórnmál Þegar fyrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk 15. september 2017 var boðað til kosninga þremur dögum síðar með aðeins 40 daga fyrirvara, kosningar voru boðaðar tæplega sex vikum síðar, 28. október. Þetta var óvenjuskammur fyrirvari, og ólíklegt er að kosningar verði boðaðar með skemmri fyrirvara en þessum.

1979 var kosið 2. og 3. desember og hafa kosningar aldrei verið seinna á árinu. Þá var kosið á sunnudegi og mánudegi, á tveimur dögum, til að hafa dag upp á að hlaupa ef óveður og ófærð kæmu í veg fyrir að fólk kæmist á kjörstað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og þá þarf að koma kosningabaráttu fyrir eftir jól.

Ef við reiknum með að þetta séu ystu mörk kosninga, að ólíklegt sé að kjördagur sé settur nær jólum en um fyrstu helgi í aðventu; má reikna með að kosningar verði í seinasta lagi laugardaginn 30. nóvember (og með 1. desember þá sem auka kosningadag). Þá eru síðustu forvöð að boða til kosninga 22. október, á þriðjudaginn í næstu viku. Síðustu forvöð til að sprengja ríkisstjórnina er þá um næstu helgi. Ef markmiðið er að kjósa fyrir jól.

Það má hins vegar vera hagur stjórnarflokkanna að sprengja ríkisstjórnina en ekki svo snemma að hægt sé að boða til kosninga fyrir jól. Þá myndi ríkisstjórnin sitja út árið sem starfsstjórn, afgreiða fjárlög, Bjarni flytja áramótaávarp í fyrsta og eina skipti og ríkisstjórnarflokkarnir fá ríkisstyrk í takt við fylgi í síðustu kosningum, mun meira en þeir geta vænst að fá eftir kosningar (og aðrir flokkar þá minna).

Og þá þarf að koma kosningabaráttu fyrir eftir jól. Kosningar laugardaginn 15. eða 22. febrúar væru fyrr á árinu en kosið hefur verið hingað til. Það hefur aldrei verið kosið fyrr en 8. apríl. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á landsfund í febrúar en gæti haldið hann í nóvember ef kosningar verða í febrúar. Það er ekki mikill vilji meðal flokksmanna að fara í kosningar með óbreytta forystu. En það kunna að vera hagsmunir forystunnar að kjósa fyrir landsfund, svo tími vinnist ekki til að skipta út forystunni.

Það mun því ráðast í vikunni hvort kosið verði fyrir jól eða hvort kosið verður eftir rúma fjóra mánuði eða jafnvel enn síðar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: