Jóhann Berg Guðmundsson var kantmaður lengst af. Sókndjarfur og ákveðinn. Með Burnley hefur stundum verið í stöðiu fremsta miðjumanns. Þetta kann hann upp á tíu.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari gerði ekkert með hvar Jói hefur spilað. Í síðasta leik var hann orðinn afturliggjandi varnartengiliður. Allt annað en hann hefur gert hingað til.
Ekki er útilokað að hann verði færður enn aftar á völlinn á morgunn. Kannski alla leið í markið. Hvers vegna ekki?
Nema að Jói fái bara að spila þá stöðu sem hann hefur skilað með miklum sóma í meira en 80 landsleiknum.
Í síðasta leik sat fínn hægri bakvörður á bekknum, Alfons Sampsted. Guðlaugur Viktor lék í þeirri stöðu. Sem er ekki hans eiginlega staða. Guðlaugur Viktor er fínn sem aftasti miðjumaður. Skil þetta ekki. Ætla ekki að reyna það.