- Advertisement -

Verður hvalveiðibann Svandísar banabiti ríkisstjórnarinnar?

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Kemur ekki á óvart enda hafa æði margir bent á að þessi græðgislega og pólitíska ákvörðun matvælaráðherra standist ekki lög.

En nú bendir umboðsmaður Alþingis á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem í eðli sínu er stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem stjórnsýslulög mæla fyrir um.

Umboðsmaður bendir einnig á að fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir sem veiðunum teng­ist kunni að njóta vernd­ar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Munum að matvælaráðherra svipti 150 manns góðum tekjumöguleikum og það sólarhring áður en vertíðin átti að hefjast, tekjumöguleikum sem nema 1,2 milljarði.

Nú er ekkert annað en að vinda tafarlaust ofan af þessari ákvörðun að senda skipin út til að lágmarka skaðann sem matvælaráðherra hefur nú þegar valdið.

Ætla Sjálfstæðisflokkurinn og ég tala nú ekki um Framsóknarflokkurinn að halda áfram að horfa aðgerðalausir á þetta lögbrot ráðherrans sem mun jafnvel skapa skattgreiðendum bótaskyldu sem nemur nokkrum milljörðum?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: