- Advertisement -

Verður ekki annað séð en að fjármunir almennings, aðrir en þeir sem fóru í vasa vildarvina, séu endanlega tapaðir

Hvernig 685 milljónum af fjármunum almenningshlutafélags var komið undan í tvö eignarhaldsfélög.

Ragnar Þór Ingólffsson skrifar:

Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf. svarar af veikum mætti spurningum mínum um framkvæmdina á Landsímareitnum. Hann segir að ég skauti með himintunglunum í skrifum mínum, að framkvæmdin sé að fullu fjármögnuð og séu innan allra áætlana fyrir utan verklok sem hafa dregist úr hófi.

Ekkert gæti verið fjarstæðukenndara í svari Jóhannesar.

…vekja athygli á tengslum aðila við Icelandair, Samtök atvinnulífsins og Samband ungra sjálfstæðismanna.

Það er barnslega einfalt að benda á með opinberum gögnum að verkefnið, sem var kynnt fyrir fjárfestum árið 2016, átti að kostaði rúma 6 milljarða og verklok yrðu 2018 hafi ekki staðist nokkra einustu skoðun né síbreytilegar áætlanir um kostnað og verklok.

Það er rétt hjá Jóhannesi að tafir hafa orðið sem voru ófyrirsjáanlegar en við blasir að stjórnendur félagsins hafa lagt sig mikið fram við að fela hina raunverulegu stöðu gagnvart fjárfestum og almenningi.

Jóhannes fullyrðir að framkvæmdir séu innan áætlana þegar við blasir að félaginu hefur nýlega verið bjargað frá þroti og eru lánin komin í 12 milljarða sem er talsvert frá þeim 6,25 milljörðum sem fjárfestum var kynnt árið 2016 þegar þeir keyptu skuldabréfin í Lindarvatni.

Þegar ég skrifaði um „Lindarvatnssnúninginn“ á sínum tíma var það gert til að vekja athygli á tengslum aðila við Icelandair, Samtök atvinnulífsins og Samband ungra sjálfstæðismanna. Og hvernig 685 milljónum af fjármunum almenningshlutafélags var komið undan í tvö eignarhaldsfélög, MB2015 og Fellasmára ehf. sem tengjast að hluta stjórnarformanni Lindarvatns.

Jóhannes svarar auðvitað ekki kjarna málsins eins og við var að búast enda fátt um svör þegar óútskýrðar greiðslur og „snúningar þeim tengdum“ ganga manna á milli í klíkuhagkerfinu.

En til að svara Jóhannesi.

Í viðskiptunum/fléttunni tóku tvö félög tæpar 700 milljónir í þóknanir.

Árið 2019 skrifaði ég um framkvæmdina á Landsímareitnum en þá höfðu forsvarsmenn félagsins fengið lífeyrissjóðina til að fjármagna framkvæmdir á lúxus hóteli á Landsímareit eftir að Icelandair hafði keypt eigin viðskiptavild, eftir að hafa gert 25 ára leigusamning, við óbyggt hótel í gegnum Icelandair hótels og kaupir í kjölfarið 50% hlut í Lindarvatni á fjórföldu verði.

Í viðskiptunum/fléttunni tóku tvö félög tæpar 700 milljónir í þóknanir.

Í fjárfestakynningu verkefnisins áttu verklok að vera 2018 og kostnaður við framkvæmdina 6,25 milljarðar. Íslensk verðbréf höfðu umsjón með útgáfu skuldabréfa upp á 6,25 milljarða. Og fór megnið af upphæðinni til að greiða vexti af bréfinu og greiða upp aðrar áhvílandi skuldir Lindarvatns.

Skuldabréfið var á fyrsta veðrétti. Segir í skilmálum skuldabréfanna að verðmæti Lindarvatnsreitsins sé áætlað um 10,5 milljarðar að framkvæmdum loknum og að uppreiknað verðmæti skuldabréfanna skuli að hámarki nema 75% af metnu virði fasteignaveðinu á reitnum.

  • Á veðbandayfirliti kemur eftirfarandi fram:
  • 1.Veðréttur: Íslandsbanki h/f kr.1.750.000.000. Útgefið 22.05.2020
  • 2.Veðréttur: Handhafa (skuldabréfaútgáfan) kr.6.258.000.000. Útgefið 02.03.2016 og var á fyrsta veðrétti.
  • 3.Veðréttur: Dalsnes ehf. kr.4.000.000.000. Útgefið 24.06.2020
  • Samtals eru þetta kr. 12.008.000.000 sem hvíla á félaginu.

Lánið var fært fram fyrir veðrétt lífeyrissjóðanna.

Nú þegar skuldirnar eru komnar í 12 milljarða, og verklok ekki í sjónmáli, er ljóst að félagið skuldar meira en fullkláraðar eignir munu standa undir. Og þannig skilmálar brostnir á skuldabréfunum sem gefin voru út 2016.

Einnig hlýtur að liggja fyrir að leigusamningurinn um hótelið komi ekki til með að standa undir framkvæmdakostnaði. Á manna máli þýðir þetta að félagið er tæknilega gjaldþrota.

Þó löngu ljóst væri að áætlanir um framkvæmdatíma og kostnað gætu aldrei staðist var samt haldið áfram til að allt liti út fyrir að vera slétt og fellt.

Þann 22. maí 2020 tekur Lindarvatn lán hjá ríkisbankanum Íslandsbanka upp á um 1.750 milljónir og það lán fært fram fyrir veðrétt lífeyrissjóðanna.

Leiða má líkum að lánið hafi verið tekið til að geta staðið skil á skuldbindingum félagsins við skuldabréfaeigendur „lífeyrissjóðina“. Því ekki væri nokkur brú í því að einhver gefi eftir fyrsta veðrétt nema verkefnið væri í bullandi vandræðum eða að eftirstöðvar skuldabréfanna lækki um sömu fjárhæð, þ.e. 1.750 milljónir.

Athygli vekur að Íslensk verðbréf veita veðleyfi án nokkurra skilyrða, s.s. um innborgun á skuldabréfin eins og eðlilegt væri.

Verður ekki annað séð en að þeir fjármunir almennings, aðrir en þeir sem fóru í vasa vildarvina, séu endanlega tapaðir.

Þann 22. júní 2020 er þinglýst öðru tryggingarbréfi til tryggingar skuld Lindarvatns við Dalsnesi ehf. (50% eiganda Lindarvatns á móti Icelandair) upp á 4 milljarða króna!

Væntanlega á lánið að tryggja framkvæmdafé til loka. Engar upplýsingar liggja fyrir um vaxtakjör eða önnur skilyrði þessa láns og engar upplýsingar liggja fyrir um hvaða áhrif þessi lánveiting hafi á verðmæti eignarhlutar Icelandair, eignarhlutur sem Icelandair greiddi 1,8 milljarð fyrir árið 2017.

Verður ekki annað séð en að þeir fjármunir almennings, aðrir en þeir sem fóru í vasa vildarvina, séu endanlega tapaðir.

Þannig að rétt nýlega hefur Lindarvatni tekist að koma sér fyrir vind, væntanlega tímabundið, því ekki verður séð að 25 ára leigusamningur Icelandair „hótels“ muni standa undir vaxtakostnaði á framkvæmd sem mun samkvæmt þessu slaga í 12 til 13 milljarða en ekki rúmlega 6,25 milljarða eins og upphaflega planið var.

Jóhannes gefur þannig allt annað í skyn en opinber gögn og staðreyndir bera með sér.

Covid 19 og áhrif þess verður væntanlegur sökudólgurinn þegar illa fer þó hægt sé að álykta að litlar líkur eru á að dæmið hefði gengið upp hvort sem er.

Í raun er málið ekkert ósvipað í eðli sínu og málefni Upphafs fasteignfélags sem rekið var af bröskurum sem virtust hafa lítið vit á því sem þeir voru að gera nema að fara með annara manna fé og græða sjálfir í leiðinni.

Hvernig sjallarnir græða 850 milljónir, og grilla á kvöldin.

Það er rétt hjá Jóhannesi að uppbyggingin á Landsímareitnum mun lífga upp á miðbæinn til hins betra en hann verður að skýra út fyrir stjórn Icelandair og öðrum fjárfestum hverjir fengu greiddar tæpar 685 milljónir í þóknanir og hvers vegna í gegnum félögin MB2015 og Fellasmára ehf.?

Þá verður hann einnig að skýra út hvert sé nú virði hluta Icelandair í Lindarvatni ehf.?

Eftir að Jóhannes Stefánsson steig fram með fjarstæðukenndar útskýringar og ásakanir í minn garð rifjaðist upp fyrir mér annað mál sem er í eðli sínu ekki ósvipað þessu en það snýr að Íslenskri orkumiðlun ehf.

Ég vil sérstaklega biðja fjármálaeftirlitið, stjórn Festi og stærstu eigendur sem eru íslenskir lífeyrissjóðir að leggja við hlustir „lesa vel“ næstu daga en þá mun ég senda frá mér uppskriftina af því hvernig sjallarnir græða 850 milljónir, og grilla á kvöldin, með því að selja almenningshlutafélagi, í eigu lífeyrissjóðanna, 3 ára fyrirtæki, sem framleiðir ekki neitt, á 30 faldri ebitda en þar koma við sögu m.a. Magnús Júlíusson fyrrum formaður sambands ungra sjálfstæðismanna og fleiri góðir gestir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: