- Advertisement -

Verður Bjarni eða fer Bjarni?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Bjarni kemst hvergi. Engin sátt er um hver taki við formennskunni. Því verður Bjarna að sitja hvort sem hann vill eða ekki. Flokkurinn er það illa farinn að erfitt er að ná samstöðu um arftakann.

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundaði í svörtum skugga. Fylgið hefur hrunið af flokknum og mælist minna en nokkru sinni. Undir því oki öllu saman sagðist Bjarni formaður tilbúinn að íhuga stöðu sína. Þó það nú væri.

Bjarni nær ekki að verja eigin heiður. Aldrei, í nærri hundrað ára sögu flokksins, hefur nokkur formaður dregið flokkinn eins langt niður og Bjarni.

Flokksráðsfundurinn var fjölmennur. Ekki hafa neinar fréttir borist af andófi við forystu flokksins. Hvers vegna? Eru flokksmenn blóðlausir? Eða kjarklausir? Eða þá hræddir? Og þá við hvað? Bjarna?

Þú gætir haft áhuga á þessum
Skýr skilaboð ungra flokksmanna. Óvissu þeirra var ekki svarað.

Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Bjarna er í meiri lægð en nokkur mannvera gat hugsað sér. Samfylkingin er stungin af og jafnvel Miðflokkurinn líka.

Það fáa sem reynt hefur verið til að auka fylgið hefur mistekist. Allt. Undir öllu þessu segist Bjarni flokksformaður að hann muni íhuga stöðu sína.

Bjarni kemst hvergi. Engin sátt er um hver taki við formennskunni. Því verður Bjarna að sitja hvort sem hann vill eða ekki. Flokkurinn er það illa farinn að erfitt er að ná samstöðu um arftakann.

Heyrst hefur að Guðlaugur Þór muni loks ná því að verða formaður og Guðrún Hafsteinsdóttir verði þá varaformaður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: