- Advertisement -

Verður Benedikt næsti borgarstjóri?

Stefán Jón Hafstein.
Veltir fyrir sér hvort Benedikt verði borgarstjóri.

Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, veltir fyrir sér stöðu Viðreisnar, nú þegar meirihlutinn er fallinn í Reykjavík.

Hann minnir á að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi sagt í Silfrinu, fyrr í dag, að Viðreisn muni selja sig dýrt. Stefán segir að þetta þurfi ekki að vera svo dýrt og skrifar á Facbooksíðu sína:

„Hún býður fram Benedikt Jóhannesson sem borgarstjóra, son gamla hitaveitustjórans, og Dagur . sem vann vel með Jóni Gnarr mun eiga auðvelt með að veita borgarráði forsæti í slíku samstarfi. Benedikt mun fá gott aðhald frá jafnaðarmönnum og sósíalistum og ekki veita neina frændhygli, og aðeins hæfilega vinahygli byggða á verðleikum þegar fram í sækir.“

Ef svona færi myndi Benedikt fá glæsta vegtyllu fyrir vinnuna sem hann lagði í tilurð Viðreisnar,  þar sem hann var formaður á undan Þorgerði Katrínu en varð af segja af sér skömmu fyrir síðustu kosningar sökum stöðu flokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: