Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, skrifar:
Dæmi eru um börn á Íslandi sem mæta svöng í skólann. Fátækum heimilum fjölgar hratt með auknu atvinnuleysi. Við slíkar aðstæður verður að tryggja með öllum ráðum að ekkert barn fari svangt heim úr skólanum. Búið er að útvista skólamat víðast hvar. Börn þurfa aðgangsorð eða kóða til að fá að borða. Nú þarf að tryggja að öll börn fái að borða, að ekki sé lokað á nein börn vegna fjárhagsstöðu foreldra, og athuga hvort þau börn sem ekki eru skráð í mat séu að fá að borða. Strax!