- Advertisement -

Verðum að endurskoða núverandi kerfi

Stefán Vagn Stefánsson.

Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, vill ekki taka af skarið um hvað honum finnst um að taka aftur upp gjöld fyrir að aka Hvalfjarðargöng eða hvort byrja eigi að rukka fyrir akstur í öðrum göngum í kjördæminu.

Stefán Vagn svarar svona:

Það er ljóst að það þarf að endurskoða þá gjaldstofna sem eiga að standa undir vegakerfinu okkar. Það eru eins margir jarðgangakostir sem bíða og íbúar á þeim svæðum hafa kallað eftir að komist til framkvæmdar sem fyrst. Það þarf að breyta öllu kerfinu að mínu mati og því er það ekki tímabært að tala um einstök göng eða einstaka vegi. Útfærslan er algjörlega eftir og mikilvægt að litið verði til hagsmuna landsbyggðarinnar í henni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er hins vegar ljóst að ef flýta á þeim jarðgangakostum sem hafa verið í umræðunni þá er að mínu mati nauðsynlegt að endurskoða það kerfi sem við erum með í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: