- Advertisement -

Verðtrygging er ekki 11. boðorðið

Gunnar Tómasson skrifar:

Hann bætir við að verkföll séu hluti af vinnulöggjöfinni og réttur starfandi fólks. Þó hann sé ekki sammála aðgerðunum geti allir verið sammála um að bæta þurfi kjör þeirra lægst launuðu en efast um að launahækkanir séu leiðin til þess ef verðbólga taki við í kjölfarið.

Umsögn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verðtrygging skulda almennings, frjáls verðlagning vöru og þjónustu, og skattar og aðrar álögur hins opinbera hafa um árabil verið þrí-einn refsivöndur gagnvart fulltrúum launþega í samningum um kaup og kjör.

Staðan, sem núna er komin upp – að helztu láglaunahópar vinnumarkaðarins gera kröfu um leiðréttingu launakjara – er birtingarmynd þess að refsivöndurinn hefur verið óvæginn gagnvart þessum hópum.

Verðtrygging heimilisskulda er ekki 11. boðorðið heldur ákvörðun stjórnvalda.

Við þessar aðstæður er ekki boðlegt að hóta láglaunafólki endurtekningu á hremmingum hrunsins haldi það kröfum um réttlátari tekjuskiptingu til streitu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: