- Advertisement -

„Verðskulduð fagnaðarlæti þing­heims“

„Ráðherr­ann sá átti skilið hinar öfl­ugu und­ir­tekt­ir banda­rískra þing­manna.“

Leiðari Moggans.

Mogginn Benjamin Netanyahu fékk að ávarpa þingheiminn bandaríska. Fagnaðarlætin voru stórbrotin. BN varð oftsinnis að gera hlé á ræðu sinni sökum lófataks og húrrahrópa. Það var ekki aðeins í Washington sem var fagnað. Ritstjórinn í Hádegismóum skortir jafnvel orð til að lýsa hrifningu sinni.

„For­sæt­is­ráðherra Ísra­els flutti mjög öfl­uga ræðu í banda­ríska þing­inu í fyrra­dag, við mik­il og verðskulduð fagnaðarlæti þing­heims. Þarna sátu þing­menn úr báðum deild­um og risu ótt og títt úr sæt­um sín­um og gáfu ræðu gests­ins ágæt­is­ein­kunn, og reynd­ar fjölda þeirra, með þeim hætti. Fjöldi bar­áttu­bræðra og systra úr hópi Palestínu­manna eða stuðnings­manna þeirra var á hinn bóg­inn með mót­mæli og hávaða í námunda við þingið,“ segir í leiðara Moggans.

Svo fer drjúgt pláss í að hnýta að Kamölu Harris.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davíð ritstjóri og Kamala Harris fosetaefni Demókrataflokksins.

„Til þess var raun­ar tekið að vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Kamala Harris, mætti ekki í sæti sitt, en hún er einnig í for­sæti öld­unga­deild­ar­inn­ar og fer með úr­slita­at­kvæði þar, ef at­kvæði þar verða jöfn. Útskýrt var þegar um það var spurt að Harris vara­for­seti verði nú að horfa til kosn­inga með öðrum hætti en áður var og það gæti haft af henni ein­hver pró­sent at­kvæða í sér­lega viðkvæm­um kjör­dæm­um, ef hún væri að standa upp í sí­fellu og klappa fyr­ir for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, sem er um þess­ar mund­ir mis­vin­sæll jafnt inn­an og utan eig­in lands,“ skrifar Davíð.

Leiðarinn endar svona:

„En ráðherr­ann sá átti skilið hinar öfl­ugu und­ir­tekt­ir banda­rískra þing­manna og það þótt all­marga demó­krata hafi vantað á fund­inn í þetta sinn, þá voru það aðallega full­trúa­deild­arþing­menn, sem aðeins eru kosn­ir til tveggja ára í senn og eru lítt kunn­ir, jafn­vel í sín­um eig­in kjör­dæm­um og því mjög auðvelt að gera þá tor­tryggi­lega í viðkvæmu ástandi.“

Meiri endemis þvæla sem þetta er og vindhöggið á þingmenn Demókrata. Ritstjórinn á sprungusvæðinu í Hádegismóum er samur við sig.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: