Þetta er gríðarleg klípa sem við höfum komið okkur í.
Ragnar Önundarson skrifar:
Fákeppni. Þegar nýr forstjóri er ráðinn til fákeppnisfélags spyr hann fulltrúa eigendanna, stjórnina, á hvað þeir leggi áherslu. „Árvissan arð“ er svarið, lítið „flökt“, stöðugleika í arðgreiðslum.
Af þessu leiðir að verðsamkeppni er það vitlausasta sem unnt er að finna upp á, öll greinin tapar, nýi forstjórinn missir vinnuna strax. Leikreglur viðskiptalífsins, EES-regluverkið, gengur út frá samkeppni á virkum mörkuðum, sem því miður eru ekki til hér á landi. Þetta er gríðarleg klípa sem við höfum komið okkur í.