Ferðaþjónusta Fimm íslenskir gististaðir fengu viðurkenningu þegar verðlaunaafhending World Travel Awards fór fram í Aþenu 2. ágúst. Verðlaunin eru ein þau þekktustu í ferðaþjónustunni og ná til hinna ýmsa hluta geirans. Í flokki hótela eru veitt verðlaun eftir löndum, skiptu fimm íslensk hótel sex verðlaunum á milli sín. Annað árið í röð var Radisson Blu 1919 valið það hótel sem þykir standa fremst („Iceland´s Leading Hotel) hér á landi en Hótel Borg, Hótel Holt og Hótel Keflavík voru einnig tilnefnd til verðlaunanna. Túristi greinir frá, sjá nánar hér.
Radisson Blu Hótel Saga fékk gullið í flokki íslenskra viðskiptahótela og var jafnframt valið besti dvalarstaðurinn („Iceland´s leading resort“) á meðan Hótel Glymur þykir fremsta hönnunarhótelið. Reykjavik Residence Hotel og Grettisborg Appartments fengu verðlaun í flokki íbúðahótela.