- Advertisement -

Verðlaunin til Steinunnar

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár og voru verðlaunin afhent um helgina. Auk þess voru veittar tvær viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu, fyrir vefnámskeiðið Icelandic Online og Lestrarhátíð í Bókmenntaborg.

Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir m.a. um Steinunni Sigurðardóttur:

„Steinunn hóf rithöfundaferilinn aðeins 19 ára gömul þegar ljóðabókin Sífellur kom út. Nýr tónn var sleginn í íslenskum bókmenntum og síðan hafa lesendur glaðst yfir hverju verki sem Steinunn hefur sent frá sér en þau eru orðin rúmlega tuttugu talsins. Hún er ekki einhamur höfundur því auk ljóðabóka hefur hún sent frá sér smásögur, skáldsögur, barnabók, viðtalsbók og leikrit bæði fyrir sjónvarp og útvarp.

 

Dagur-islenskar-tungu-156-(2)

Í greinargerð ráðgjafarnefndar segir um vefnámskeiðið Icelandic Online:

„Námskeiðið Icelandic Online er vefnámskeið í íslensku sem erlendu máli. Það var tekið í notkun fyrir tíu árum og hefur bæst við námsefnið jafnt og þétt allar götur síðan. Icelandic Online er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Námskeiðið er einkum ætlað erlendum háskólanemum en einnig öðrum sem áhuga hafa á íslensku máli og menningu, bæði erlendis og hér á landi. Að verkefninu standa Hugvísindastofnun, Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Námskeiðið hefur stuðlað að aukinni íslenskukunnáttu svo um munar og hefur gagnast tugþúsundum notenda víða um heim.“

Í greinargerð ráðgjafarnefndarinnar segir eftirfarandi um Lestrarhátíð í Bókmenntaborg:

„Eitt af stærri verkefnum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO er að standa fyrir árlegri lestrarhátíð í samvinnu við stofnanir, félagasamtök og aðra sem starfa á bókmenntasviðinu. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í október árið 2012 og er fyrir fólk á öllum aldri en athyglinni hefur líka verið beint sérstaklega að unglingum og ungu fólki. Lestrarhátíð er hugsuð sem grasrótarhátíð þar sem allir, sem vilja bjóða upp á viðburði og dagskrá sem tengist þemanu hverju sinni, geta tekið þátt enda eru einkennisorð Bókmenntaborgarinnar Orðið er frjálst.


Sjá nánar hér.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: