- Advertisement -

Verðkönnun á rafgeymum

FÍB kannaði nýverið verð á rafgeymum og var spurt um verð á geymi í venjulegan, dæmigerðan meðalstóran fimm manna fjölskyldubíl af tltekinni tegund og gerð. Algeng afkastageta geyma í slíkum bílum er á bilinu 45-65 Amperstundir og voru lang flestir geymarnir í könnuninni 60 Amperstundir.

Minnsti geymirinn í könnuninni, Exide, sem er 54 Amperstundir var næst ódýrastur í könnuninni og kostaði 19.740 hjá Ásco. Ódýrasti geymirinn kostaði 19.400 og var seldur hjá Kvikkfix. Rafgeymarnir í könnunni voru á verðbilinu 19.400 upp í 28.923. Dýrasti geymirinn kostaðir sem sé 28.923 og var það 60 Amperstunda Exide geymir hjá Brimborg.

Segir á vef FÍB að mesta hækkunin á samskonar geymum milli kannana hafi verið á Exide rafgeymi hjá Brimborg,  hann hækkaði um 34%, og næst mest á Exide geymi hjá Bauhaus  en hann hækkaði um 33%.

Sjá nánar vef FÍB.

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: