- Advertisement -

Verðið á Spáni – ekki bara fyrir Loga

Hér er reikningur fyrir kvöldverð okkar hjóna. Tek skýrt fram að ég veit ekki og kannaði ekki laun þjóna og kokka. Veit þó að allir stóðu þeir sig vel. Unnu fyrir kaupinu, hvert sem það nú er.

  • Efst er expresso. Virkilega vel gert kaffi. Bollinn kostaði 170 krónur.
  • Þá er það ein flaska af kók. Ískalt kók. Flaskan kostaði 270 krónur.
  • Þá er það sódavatn, það kostaði 283 krónur.
  • Hvítvínsglasið kostaði 417 krónur.
  • Spagettirétturinn kostaði 1.200 krónur.
  • Og að lokum fínasta pizza, hún kostaði 1.400 krónur.
  • Samtals kostaði máltíðin 3.745 krónur, eða 1.872,5 krónur á hvort okkar.

Hér er ekki gerð vísindaleg rannsókn á kaupgetu einstakra þjóðríkja. Aðeins er fjallað um hvað máltíð á spænsku veitingahúsi kostar. Íslendinga sem og aðra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: