- Advertisement -

Verðhækkun í mötuneyti Alþingis

Verð máltíða í mötuneyti Alþingis hækkar um áramótin. Fer úr 680 krónum í 700 krónur, hver máltíð hækkar sem sagt um tuttugu krónur.

Í eldri frétt Miðjunnar um verðlagningu í mötuneyti þingsins, sagði:

Þingmenn og starfsfólk Alþingis borga 680 krónur fyrir máltíð í þinghúsinu. Utanaðkomandi borga 1.250 krónur fyrir máltíðina.

Í svari Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis til Miðjunnar, segir að ríkið greiðir kostnað við rekstur mötuneytis, það er gert samkvæmt kjarasamningi (grein 3.4.1.).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Starfsmenn greiða hins vegar fyrir hráefniskostnað. Alþingismenn falla undir sömu reglu og starfsmenn, þ.e. greiða fyrir hráefniskostnað. Aðrir ríkisstarfsmenn, sem snæða tilfallandi í mötuneyti Alþingis, eins og starfsmenn ráðuneyta sem vegna starfa sinna eru á Alþingissvæðinu á matmálstíma, greiða sama verð og starfsmenn Alþingis. Verðið er 680 kr. fyrir máltíðina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: