Marinó G. NJálsson:
Þetta þýðir að verðbólga mun líklega lækka í júlí, en hækka síðan bæði í ágúst og september.
Verðbólga lækkaði milli mánaða og er það vissulega góð tíðindi, en ég vil leggja vara við. Í júní í fyrra hækkað vísitala neysluverðs mjög mikið frá mánuðinum á undan. Það endurtók sig núna, þó breytingin yrði minni var hún mjög mikil og jafngildir vel yfir 10% ársverðbólgu, sem boðar ekki gott fyrir framhaldið.
Í fyrra fylgdi júlí eftir með mikla hækkun (sem verður mjög líklega minni í ár), en síðan komu ágúst og september með frekar litla hækkun. Raunar mjög litla miðað við flesta aðra mánuði árið 2022.
Miðað við hve þrálátar hækkanir vísitölunnar hafa verið, þá sé ég enga ástæðu til að hækkun hennar í ágúst og september verði minni en í fyrra. Þetta þýðir að verðbólga mun líklega lækka í júlí, en hækka síðan bæði í ágúst og september.
Greinina birti Marinó fyrst á eigin Facebooksíðu. Greinin er birt hér með samþykki Marinós.
–ritstj.