- Advertisement -

Verðbólgan er 2,5 prósent

Efnahagsmál Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,4% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,6% sem jafngildir 2,5% verðbólgu á ári (0,8% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í maí 2014, sem er 421,3 stig, gildir til verðtryggingar í júlí 2014. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.319 stig fyrir júlí 2014.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maí 2014 er 421,3 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,07% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 395,7 stig og lækkaði um 0,08% frá apríl.

Flugfargjöld lækkuðu um 8,1% (vísitöluáhrif -0,15%) en kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) jókst um 0,9% (0,12%).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: