- Advertisement -

Verðandi ráðherra reynir að þvo hendur sínar

„Í okk­ar hreinu og heil­næmu mat­vöru eru fólg­in mik­il lýðheilsu­leg og fjár­hags­leg verðmæti.“

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Guðrún Hafsteinsdóttir, sem á mánudag verður munstruð á hriplekan dall, það er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, reynir allt  hvað hún getur að þvo hendur sínar af því að hafa gengið erinda þrýstihóps í þingstörfum sínum.

Guðrún, sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, gekk erinda kjúklingaiðnaðarins, og kom í veg fyrir undanþágu Úkraínu um innflutning hingað á kjúklingakjöti. Við skörp mótmæli.

Guðrún skrifar í málgagn flokksins og þar segir meðal annars:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í okk­ar hreinu og heil­næmu mat­vöru eru fólg­in mik­il lýðheilsu­leg og fjár­hags­leg verðmæti.

Sem formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is hef ég sagt að það sé rík­ur vilji Íslend­inga að styðja við Úkraínu af öll­um okk­ar mætti. Hins veg­ar er veru­lega ósann­gjarnt að ætla að láta eina at­vinnu­grein bera þann stuðning uppi, það er að segja ali­fugla­bænd­ur. Stuðning­ur­inn skal vera sam­fé­lags­leg­ur.

Íslend­ing­ar styðja Úkraínu með marg­vís­leg­um hætti og það með sóma. Við höf­um veitt fjölda flótta­manna skjól, sent ullarflík­ur til Úkraínu, keypt olíu­flutn­inga­bíla fyr­ir úkraínska her­inn, gefið fær­an­leg­ar raf­stöðvar og nú síðast fær­an­legt her­sjúkra­hús, svo nokkuð sé nefnt.

Stjórn­völd veita aðstoð, fyr­ir­tæki, frjáls fé­laga­sam­tök og ein­stak­ling­ar. Það er hinn eðli­legi far­veg­ur í stað ráðstaf­ana sem geta raskað veru­lega eða teflt í tví­sýnu rekstr­ar­grund­velli í land­búnaði þótt tíma­bundn­ar séu.“

Guðrún Hafsteinsdóttir gekk hér erinda annarra. Hún situr uppi með það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: