Mannlíf

Verbúðin í janúar

By Miðjan

December 27, 2021

„Slagsmál, ríðingar, fyllerí…“ Ég hef talsverða reynslu af verbúðarlífi. Bubbi orðaði þetta vel. Á þeim árum sem ég lifði og bjó á verbúðum gerðist margt. Margt ljótt. Meira að segja morð.

Mín reynsla var sú að verst var ástandið í janúar. Í byrjun vertíðar. Þá átti eftir að senda þá verstu aftur i bæinn. Stundum var þetta töff. Virkilega.

Sumir voru eins og rándýr. Í mynd Vesturports var alls ekki dregin upp verri mynd en þetta var í rauninni. Bara alls ekki. Það var ekki alltaf stríðsástand. En stundum. Ég var bara rotaður einu sinni. Ekki á hverju balli. En einu sinni.